Koala vörumerkið smíðaði ég í kringum mína eigin ráðgjöf. Þetta er að megninu til mitt vit ásamt einstaka undirverktökum hér og þar þegar það vantar. Koala veitir félögum ráð í vöruþróun, upplýsingatækni, hugbúnaðarþróun, markaðsmálum, almannatengslum, kerfishögun og vefmálum.
Koala hefur unnið verðlaun fyrir vefþróun fyrir Ljósleiðarann.
Meðstofnandi og hlaðvarpsþáttastjórnandi Tæknivarpsins. Tæknivarpið er hlaðvarp sem fjallar um nýjustu tækni og tæki. Bakvið hlaðvarpið er stór og samheldinn hópur sem kynntist við störf í Vodafone.
Hópurinn stofnaði fyrst tæknibloggið Simon.is og þar skrifaði ég talsvert mikið af umfjöllunum um snjalltæki sem hafa ratað víðar.
Sprotafélag sem býr til sjálfbærari matvæli fyrir bjartari framtíð. Vegangerðin býr til tempeh úr íslensku byggi frá Vallarnesi. Meðstofnandi ásamt Kristjáni Thors. Val fólksins 2019 í Gullegginu. Vinningshafi í Uppsprettu Haga 2021. Seljandi Hátíðarsteikarinnar í Bónus og Hagkaup.
Sendið okkur pöntun hér